Innlent

Humarvertíðin byrjar vel

Óvenju góð humarveiði hefur verið hjá Hornafjarðarbátum síðan vertíðin hófst nýverið. Dæmi eru um að þeir séu allt niður í hálfan sólarhring í veiðiferð, en við venjulegar aðstæður eru bátarnir tvo til fjóra sólarhringa í veiðiferð.

Þessar stuttu veiðiferðir skýrast af óvenju mikilli veiði og að bátunum er skammtað hversu mikinn afla þeir mega bera að landi til þess að vinnslan í landi hafi undan að vinna aflann. Samkvæmt heimildum Fréttastofu er veiðin góð allt frá Hornafirði og vestur með allri Suðurströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×