Innlent

Fagna hugmyndum um enduruppbyggingu eftir bruna

Frá slökkvistarfi eftir brunann 18. apríl.
Frá slökkvistarfi eftir brunann 18. apríl. MYND/Vilhelm

Húsafriðunarnefnd ríkisins fagnar frumkvæði borgarstjóra Reykjavíkur um enduruppbyggingu húsanna á horni Austurstrætis og Lækjargötu sem skemmdust í eldsvoða þann 18. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nefndinni.

Nefndin fjallaði um brunann á fundi sínum í gær og í tilkynningu hennar segir enn fremur að því sé fagnað að tekið verði tekið tillit til listræns og menningarsögulegs gildis gamla yfirréttarhússins, sem stóð að Austurstræti 22, en það er friðað samkvæmt lögum um húsafriðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×