Innlent

Vitna leitað af hátíðinni „Aldrei fór ég suður“

Mynd frá hátíðinni Aldrei fór ég suður, Myndin tengist rannsókninni ekki neitt
Mynd frá hátíðinni Aldrei fór ég suður, Myndin tengist rannsókninni ekki neitt MYND/Vefusíða hátíðarinnar

Lögreglan á Vestfjörðum leitar eftir vitnum að ofbeldisbroti sem framið var á tónlistarhátíðinni „Aldrei fór ég suður." Um klukkan tvö að nóttu þann 8. apríl síðastliðinn mun karlmaður hafa brotið gegn ungri stúlku á færanlegu salerni á tónleikasvæði hátíðarinnar. Karlmaðurinn er talinn vera 170 til 180 cm á hæð og var klæddur íslenskri lopapeysu með bekk. Stúlkan var gestur á hátíðinni.

Þeir sem geta gefið lögreglu upplýsingar um málið er hvattir til að hafa samband við rannsóknardeild á Vestfjörðum í sím 450 3733 eða 450 3730.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×