Handbolti

Stjarnan deildarbikarmeistari

Mynd/AntonBrink
Íslandsmeistarar Stjörnunnar urðu í dag deildarbikarmeistarar kvenna í handbolta eftir sigur á Gróttu í annari úrslitaviðureignar liðanna á Seltjarnarnesi 25-23. Stjarnan var með þægilegt forskot þegar skammt var til leiksloka en Grótta náði að minnka muninn niður í eitt mark með æsilegum lokaspretti. Rakel Dögg Bragadóttir tryggði svo Stjörnunni sigurinn með marki í lokin. Stjarnan vann einvígið 2-0.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×