Innlent

Þúsundir gætu krafist ríkisborgararéttar

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Doktor í Evrópurétti spyr hvort allsherjarnefnd Alþingis hafi sett fordæmi með því að veita stúlku frá Guatemala ríkisborgararétt.

Þúsundir útlendinga á Íslandi gætu sótt um á sama grundvelli, enda er mismunun ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum.

Elvira Méndez Pinedo er íslenskur ríkisborgari og doktor í Evrópurétti. Hún segir að skoða verði ákvörðun allsherjarnefndar í ljósi klassískrar lögheimspeki. Lagasetningin þurfi að hvíla á þremur grunnundirstöðum.

Elvira Méndez Pinedo er íslenskur ríkisborgari og doktor í Evrópurétti. Hún segir að skoða verði ákvörðun allsherjarnefndar í ljósi klassískrar lögheimspeki. Lagasetningin þurfi að hvíla á þremur grunnundirstöðum.

1. Þau verða að vera gild og tekin upp í samræmi við lögformlegan framgangsmáta

2. Þau verði að vera réttlát, sanngjörn, siðleg og jafnvel mórölsk í krafti sjálfs sín.

3. Þau verði að vera lögmæt, áreiðanleg og miða að niðurstöðu sem meirihluti fólksins sættist á.

Hún telur að Allsherjarnefnd hafi tekið tillit til fyrsta atriðisins, en ekki hinna tveggja. Sagan sýni að þegar sanngirni og lögmæti skorti, afbakist lögin í framkvæmd.

Í málefnum unnustu sonar umhverfisráðherra hafi ekki verið um að ræða mannúðarsjónarmið, um hafi verið að ræða einkalífsvandamál.

Á Íslandi eru í gildi jafnréttislög Mannréttindanefndar Evrópu. Ef ákvörðunin sé rétt vill Elvira vita hvort það sama eigi að ganga fyrir aðra útlendinga. Um 20 þúsund útlendingar er búsettir á Íslandi.

Og hún telur mikilvægt að Alþingi skýri fyrir samfélaginu stefnu sína í þessum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×