Innlent

Nordisk Mobil bauð í nýja NMT kerfið

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Ómar Ragnarsson með NMT síma árið 1988.
Ómar Ragnarsson með NMT síma árið 1988.

Nordisk Mobil Ísland ehf var eina fyrirtækið sem bauð í starfrækslu CDMA 450 farsímanetsins sem verður arftaki NMTsímkerfisins. Tilboðsfrestur rann út klukkan 11 hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan í dag. Fjarskiptafélagið Nova gerði alvarlegar athugasemdir við drög að útboðsskilmálunum. Í þeim var einungis gert ráð fyrir að eitt fyrirtæki fengi leyfið.

Liv Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri Nova bendir á fleiri en tveir séu með GSM leyfi. Hún segir að tæknilega sé ekkert því til fyrirstöðu að fleiri en einn séu á markaðnum. Fyrirtækið gerði einnig athugasemdir við kröfu um hraða uppbyggingu á kerfinu. Það hafi krafist aðgangs að núverandi NMT kerfi og aðstöðu þess sem Síminn einn hefur.

Hrafnkell V. Gíslason forstjóri stofnunarinnar segir að í útboðsgögnum væri skilyrði fyrir því að fyrirtæki sem fengi leyfið myndi veita öðrum aðgang að netinu. Nordisk Mobil hafi lýst yfir vilja til þess.

Hann segist mjög ánægður með að fá umsókn Nordisk Mobil og telur afar mikilvægt að langdræg farsímaþjónusta verði veitt á Íslandi og miðunum í kringum landið; „Það er mikið hagsmunamál fyrir sjófarendur og þá sem búa utan þéttbýlis."

Þá segir Hrafnkell möguleika á því að opna fyrir aðgang að kerfinu seinna að undangenginni markaðsgreiningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×