Sprengja sprakk í bílastæðihúsi Luxor spilavítisins í Las Vegas í dag. Lögregluyfirvöld sögðu að starfsmaður hótelsins hefði látið lífið þegar hann tók hana ofan af bílþaki. Lögregla sagði að ekki hefði verið um hryðjuverk að ræða heldur morð með framandi vopni.
„Við höldum að fórnarlambið hafi verið sá sem átti að ráða af dögum." sagði talsmaður lögreglu, Bill Cassell. Hann sagði einnig að annar starfsmaður hefði naumlega sloppið þegar sprengjan sprakk.
Talsmaður spilavítisins, Gordon Absher, sagðist ekki geta staðfest að sá látni hefði verið starfsmaður. Litlar skemmdir urðu á bílastæðahúsinu.
Luxor spilavítið er pýramídalagað hótel við syðri endann á Las Vegas Strip. Í hótelinu eru rúmlega 4.000 herbergi og þar vinna fleiri en 6.000 manns.
Myrtur með sprengju
Jónas Haraldsson skrifar

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent





Diljá Mist boðar til fundar
Innlent


Engin röð á Læknavaktinni
Innlent

