Utah vann nauman sigur á Golden State 8. maí 2007 06:01 Deron Williams fer hér framhjá Baron Davis í leiknum í nótt, en þeir léku báðir mjög vel NordicPhotos/GettyImages Fyrsti leikur Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA var æsispennandi en svo fór að lokum að heimamenn í Utah höfðu sigur 116-112 á heimavelli sínum. Leikurinn var að hluta til einvígi leikstjórnendanna Deron Williams og Baron Davis og það var hinn ungi Williams sem náði að leiða lið sitt til sigurs í þetta sinn. Flestir reiknuðu með því að Utah myndi reyna að halda niðri hraðanum gegn skotglöðum lærisveinum Don Nelson, en annað var uppi á teningnum. Leikurinn var bráðfjörugur frá fyrstu mínútu og höfðu gestirnir frumkvæðið frá hálfleiknum og fram í fjórða leikhlutann. Munurinn var þó aldrei mikill en taugar heimamanna héldu á lokasprettinum. Carlos Boozer var gríðarlega mikilvægur í lokin líkt og í oddaleiknum gegn Houston á dögunum og kom Utah tveimur stigum yfir þegar hann hirti sóknarfrákst og skoraði þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum. Steven Jackson reyndi þriggja stiga skot fyrir Golden State sem klikkaði og Matt Harpring setti niður tvö víti fyrir Utah og kláraði leikinn. Deron Williams var atkvæðamestur heimamanna með 31 stig og 8 stoðsendingar og er þessi ungi leikstjórnandi heldur betur að stimpla sig inn sem einn sá besti í deildinni í úrslitakeppninni. Mehmet Okur skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst, Matt Harpring skoraði 21 stig af bekknum, Carlos Boozer skoraði 17 stig og hirti 20 fráköst - þar af 10 í sókninni - og Andrei Kirilenko skoraði 13 stig, hirti 7 fráköst og varði 7 skot. Baron Davis skoraði 24 stig fyrir Golden State - þar af ekkert í fyrsta leikhluta og 17 í öðrum leikhluta, Al Harrington fann sig á ný og skoraði 21 stig af bekknum, Jason Richardson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst og Matt Barnes skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst og Stephen Jackson skoraði 16 stig. Hinn reyndi byrjunarliðsmaður Derek Fisher var ekki í leikmannahópi Utah í nótt vegna uppákomu í fjölskyldu hans og fékk leyfi frá leiknum. Það kom sér afar illa fyrir heimamenn, sem þurftu að treysta á nýliðann Dee Brown til að leysa Deron Williams af hólmi í leikstjórnandahlutverkinu. Hann stóð sig ágætlega þær mínútur sem hann spilaði. "Við sýndum enn og aftur að það er töggur í þessu liði og eftir hremmingar okkar gegn Houston, sýndum við að við erum tilbúnir í slaginn gegn hvaða liði sem er," sagði Deron Williams hjá Utah sem náði að halda sæmilega aftur af Baron Davis í mikilvægu einvígi leikstjórnendanna. "Þetta er ekki einvígi Deron Williams og Baron Davis," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah fúll þegar hann var spurður út í góðan leik Williams. "Við erum að keppa við Golden State en ekki Baron Davis og mér er alveg sama um keppni einstaklinga. Þetta er liðsíþrótt," urraði Sloan á blaðamann eftir leikinn. Utah var með lakari hittni og fleiri tapaða bolta í leiknum í nótt, en vann baráttuna um fráköstin 54-36. Næsti leikur liðanna er aðfararnótt fimmtudagsins og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. NBA Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Fyrsti leikur Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA var æsispennandi en svo fór að lokum að heimamenn í Utah höfðu sigur 116-112 á heimavelli sínum. Leikurinn var að hluta til einvígi leikstjórnendanna Deron Williams og Baron Davis og það var hinn ungi Williams sem náði að leiða lið sitt til sigurs í þetta sinn. Flestir reiknuðu með því að Utah myndi reyna að halda niðri hraðanum gegn skotglöðum lærisveinum Don Nelson, en annað var uppi á teningnum. Leikurinn var bráðfjörugur frá fyrstu mínútu og höfðu gestirnir frumkvæðið frá hálfleiknum og fram í fjórða leikhlutann. Munurinn var þó aldrei mikill en taugar heimamanna héldu á lokasprettinum. Carlos Boozer var gríðarlega mikilvægur í lokin líkt og í oddaleiknum gegn Houston á dögunum og kom Utah tveimur stigum yfir þegar hann hirti sóknarfrákst og skoraði þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum. Steven Jackson reyndi þriggja stiga skot fyrir Golden State sem klikkaði og Matt Harpring setti niður tvö víti fyrir Utah og kláraði leikinn. Deron Williams var atkvæðamestur heimamanna með 31 stig og 8 stoðsendingar og er þessi ungi leikstjórnandi heldur betur að stimpla sig inn sem einn sá besti í deildinni í úrslitakeppninni. Mehmet Okur skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst, Matt Harpring skoraði 21 stig af bekknum, Carlos Boozer skoraði 17 stig og hirti 20 fráköst - þar af 10 í sókninni - og Andrei Kirilenko skoraði 13 stig, hirti 7 fráköst og varði 7 skot. Baron Davis skoraði 24 stig fyrir Golden State - þar af ekkert í fyrsta leikhluta og 17 í öðrum leikhluta, Al Harrington fann sig á ný og skoraði 21 stig af bekknum, Jason Richardson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst og Matt Barnes skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst og Stephen Jackson skoraði 16 stig. Hinn reyndi byrjunarliðsmaður Derek Fisher var ekki í leikmannahópi Utah í nótt vegna uppákomu í fjölskyldu hans og fékk leyfi frá leiknum. Það kom sér afar illa fyrir heimamenn, sem þurftu að treysta á nýliðann Dee Brown til að leysa Deron Williams af hólmi í leikstjórnandahlutverkinu. Hann stóð sig ágætlega þær mínútur sem hann spilaði. "Við sýndum enn og aftur að það er töggur í þessu liði og eftir hremmingar okkar gegn Houston, sýndum við að við erum tilbúnir í slaginn gegn hvaða liði sem er," sagði Deron Williams hjá Utah sem náði að halda sæmilega aftur af Baron Davis í mikilvægu einvígi leikstjórnendanna. "Þetta er ekki einvígi Deron Williams og Baron Davis," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah fúll þegar hann var spurður út í góðan leik Williams. "Við erum að keppa við Golden State en ekki Baron Davis og mér er alveg sama um keppni einstaklinga. Þetta er liðsíþrótt," urraði Sloan á blaðamann eftir leikinn. Utah var með lakari hittni og fleiri tapaða bolta í leiknum í nótt, en vann baráttuna um fráköstin 54-36. Næsti leikur liðanna er aðfararnótt fimmtudagsins og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni.
NBA Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira