Sport

Diego Corrales lést í bifhjólaslysi

Corrales er hér vinstra megin á myndinni í bardaganum sögulega við Luis Castillo
Corrales er hér vinstra megin á myndinni í bardaganum sögulega við Luis Castillo NordicPhotos/GettyImages

Bandaríski hnefaleikakappinn Diego Corrales lét lífið í bifhjólaslysi í Las Vegas í gærkvöldi. Hann var 29 ára gamall og varð á ferlinum heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum hnefaleika. Dauðsfall hans kemur tveimur árum eftir frægasta bardaga hans þegar hann sigraði Luis Castillo þrátt fyrir að hafa tvisvar verið laminn í gólfið.

Corrales barðist 45 sinnum á ferlinum og vann 40 bardaga, þar af 33 á rothöggi. "Ég er stoltur af því að hafa verið umboðsmaður eins mesta stríðsmannsins í hnefaleikaheiminum. Ég vil senda konu hans og börnum innilegar samúðarkveðjur og hnefaleikaheimurinn hefur nú misst einn af sínum mest spennandi boxurum. Hann barðist á útopnu og lifði á útopnu - það var hans stíll," sagði Gary Shaw, umboðsmaður Corrales.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×