Innlent

Fjölskyldunefnd í þrettán mánaða fríi

Fjölskyldunefnd ríkisstjórnarinnar hefur ekki komið saman í þrettán mánuði. Síðasti fundur nefndarinnar var sjötta apríl árið 2006.

Björk Vilhelmsdóttir fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur skrifað Birni Inga Hrafnssyni formanni nefndarinnar bréf og óskað eftir því að nefndin verði kölluð saman. Þar er ennfremur tekið til þess að vefssvæði nefndarinnar fjölskyldu.is hafi verið lokað.

Björn Ingi segir að það hafi orðið að samkomulagi við Geir H. Haarde, þegar hann tók við sem forsætisráðherra, að fresta störfum nefndinarinnar fram yfir kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×