Innlent

Aðgengi að áfengi yrði auðvelt fyrir ungmenni

Ungmenni undir tóbakskaupaaldri eiga auðvelt með að kaupa sér sígarettur samkvæmt könnun. Í ljósi þessa er varhugavert að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum, segir prófessor í félagsfræði.

Ný könnun sýnir að reykingar ungmenna eru á undanhaldi. Gripið hefur verið til ýmissa ráðstafana til að minnka tóbaksneyslu og virðist sumt ganga vel en annað ekki.

Þóroddur Bjarnason prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri segir að þetta velti upp spurningum um hvort hið sama yrði ekki upp á teningnum ef sala áfengis yrði leyfð í matvörubúðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×