Innlent

Fjölmennt á fundi um uppbyggingu eftir bruna

MYND/Stöð 2

Fjölmenni mætti í Listasafni Íslands í gær þar sem ræddar voru hugmyndir um uppbyggingu á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Borgarstjóri lagði áherslu á að götumyndin fyrir brunann yrði varðveitt. Yfirskrift fundarins var. Hvernig bætum við brunann?

Rakið var upphaf byggðar í Reykjavík og varðveisla húsa í Kvosinni. Hópur listamanna afhenti á fundinum undirskriftalista þar sem óskað er eftir því að veitingastaðurinn Rosenberg, sem var í húsinu sem stóð á Austurstræti, fái að vera þar áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×