Enn minnkar viðskiptahallinn í Bandaríkjunum 10. maí 2007 14:31 Viðskiptahalli Bandaríkjanna jókst í marsmánuði þvert á spár og nam 63,9 milljörðum dala í mánuðinum, jafnvirði 4.094 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 10,6 prósenta hækkun á milli mánaða. Mestu munar um verðhækkanir á hráolíu og eldsneyti. Þá benda bráðabirgðatölur bandaríska viðskiptaráðuneytisins til þess að viðskiptahallinn muni aukast frekar í apríl. Þetta er næstmesti viðskiptahalli í Bandaríkjunum á einum mánuði, samkvæmt því sem bandaríska viðskiptaráðuneytið greindi frá í dag. Á sama tíma dróst vöruinnflutningur saman frá Kína um 6,4 prósent en vöruskipti Bandaríkjanna við Kína voru neikvæð um 17,2 milljarða dali, 1.102 milljarða íslenskra króna, og hefur hann ekki verið minni í tæpt ár. Breska ríkisútvarpið segir að lágt gengi bandaríkjadals komi útflytjendum vestanhafs til góða og hafi það leitt til þess að útflutningur til Kanada og aðildarríkja Evrópusambandsins hefur aldrei verið meiri. Þrátt fyrir þetta hefur viðskiptahallinn í Bandaríkjunum dregist nokkuð saman það sem af er árs en á fyrstu þremur mánuðum ársins nam hann 180,7 milljörðum dala, jafnvirði 11.579 milljörðum íslenskra króna. Það er 5,7 prósentum minni halli en á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Viðskiptahalli Bandaríkjanna jókst í marsmánuði þvert á spár og nam 63,9 milljörðum dala í mánuðinum, jafnvirði 4.094 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 10,6 prósenta hækkun á milli mánaða. Mestu munar um verðhækkanir á hráolíu og eldsneyti. Þá benda bráðabirgðatölur bandaríska viðskiptaráðuneytisins til þess að viðskiptahallinn muni aukast frekar í apríl. Þetta er næstmesti viðskiptahalli í Bandaríkjunum á einum mánuði, samkvæmt því sem bandaríska viðskiptaráðuneytið greindi frá í dag. Á sama tíma dróst vöruinnflutningur saman frá Kína um 6,4 prósent en vöruskipti Bandaríkjanna við Kína voru neikvæð um 17,2 milljarða dali, 1.102 milljarða íslenskra króna, og hefur hann ekki verið minni í tæpt ár. Breska ríkisútvarpið segir að lágt gengi bandaríkjadals komi útflytjendum vestanhafs til góða og hafi það leitt til þess að útflutningur til Kanada og aðildarríkja Evrópusambandsins hefur aldrei verið meiri. Þrátt fyrir þetta hefur viðskiptahallinn í Bandaríkjunum dregist nokkuð saman það sem af er árs en á fyrstu þremur mánuðum ársins nam hann 180,7 milljörðum dala, jafnvirði 11.579 milljörðum íslenskra króna. Það er 5,7 prósentum minni halli en á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira