Innlent

Vinstri flokkarnir með meira fylgi en ríkisstjórnin

Jónas Haraldsson skrifar

Samfylkingin er komin yfir 30% fylgi samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Stöðvar tvö og eru nú með 30,2%. Þá standa Vinstri grænir nánast í stað með 16,1%. Sjálfstæðisflokkur er með 35,7% og Framsókn fær 9,8%. Samkvæmt könnuninni er ríkisstjórnin því fallin og vinstri flokkarnir tveir eru með fleiri atkvæði á bak við sig en ríkisstjórnin.

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði skoðanakönnunina fyrir Fréttastofu Stöðvar 2 um fylgi stjórnmálaflokka á landinu öllu vegna Alþingiskosninganna í vor. Könnunin fór fram dagana 7. til 10. maí og stuðst var við 1700 manna úrtak úr þjóðskrá 18 ára og eldri.

Svarhlutfall í könnuninni var um 64%. 79% þeirra sem tóku þátt í könnuninni nefndu ákveðinn flokk, 4,5% ætla ekki að kjósa eða skila auðu, 8% neita að gefa upp afstöðu sína og 7% eru enn óákveðnir. Vikmörk í könnuninni eru +/-1%-3,2%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×