Fyrirtækjasögu Yukos lýkur í dag 11. maí 2007 11:39 Höfuðstöðvar Yukos í Moskvu í Rússlandi. Þessi síðasta eign fyrirtækisins verður boðin upp í dag. Mynd/AFP Höfuðstöðvar rússneska olíufyrirtækisins Yukos í Moskvu verða boðnar upp í dag til greiðslu risaskattaskuldar við rússneska ríkið. Þetta er síðasta eign orkufyrirtækisins og markar endalok eins stærsta olíufélags Rússa í einkaeigu sem var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Skattaskuld Yukos nemur jafnvirði 26 milljörðum bandaríkjadala, 1.666 milljörðum íslenskra króna. Rússneska olíufélagið Rosneft, sem er að stórum hluta í eigu rússenska ríkisins, keypti síðustu eigur, tæki og framleiðsluréttindi Yukos á uppboði í gær fyrir 165,5 milljarða rúblur, jafnvirði rúmra 411 milljarða íslenskra króna. Með kaupunum hefur Rosneft náð ráðandi stöðu á rússneskum orkugeira og á rúm 40 prósent af olíuframleiðslu í landinu. Forsvarsmenn Yukos hafa löngum lýst því yfir að skattaskuld fyrirtækisins sé baktjaldamakk stjórnvalda sem hafi litið fyrirtækið hornauga. Fyrrum forstjóri þess, Mikhail Khodorkovsky, var dæmdur vegna fjár- og skattsvika í forstjórastóli fyrirtækisins og situr nú af sér átta ára dóm í Síberíu. Nikolai Lashkevich, talsmaður Yukos, sagði að með uppboðunum muni fyrirtækinu takast að greiða allar skattaskuldir að fullu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Höfuðstöðvar rússneska olíufyrirtækisins Yukos í Moskvu verða boðnar upp í dag til greiðslu risaskattaskuldar við rússneska ríkið. Þetta er síðasta eign orkufyrirtækisins og markar endalok eins stærsta olíufélags Rússa í einkaeigu sem var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Skattaskuld Yukos nemur jafnvirði 26 milljörðum bandaríkjadala, 1.666 milljörðum íslenskra króna. Rússneska olíufélagið Rosneft, sem er að stórum hluta í eigu rússenska ríkisins, keypti síðustu eigur, tæki og framleiðsluréttindi Yukos á uppboði í gær fyrir 165,5 milljarða rúblur, jafnvirði rúmra 411 milljarða íslenskra króna. Með kaupunum hefur Rosneft náð ráðandi stöðu á rússneskum orkugeira og á rúm 40 prósent af olíuframleiðslu í landinu. Forsvarsmenn Yukos hafa löngum lýst því yfir að skattaskuld fyrirtækisins sé baktjaldamakk stjórnvalda sem hafi litið fyrirtækið hornauga. Fyrrum forstjóri þess, Mikhail Khodorkovsky, var dæmdur vegna fjár- og skattsvika í forstjórastóli fyrirtækisins og situr nú af sér átta ára dóm í Síberíu. Nikolai Lashkevich, talsmaður Yukos, sagði að með uppboðunum muni fyrirtækinu takast að greiða allar skattaskuldir að fullu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira