Innlent

Hálfs árs fangelsi fyrir vörslu mikils fjölda barnaklámmynda

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi dag karlmann í hálfs árs fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna, fyrir vörslu mikils fjölda barnaklámmmynda. Alls fundust rúmlega 6500 ljósmyndir og nærri 180 hreyfimyndir með barnaklámi í tölvum mannsins og hörðum diski við skoðun lögreglu.

Lagt var hald á tölvurnar og diskinn á veitingastað í eigu mannsins. Maðurinn játaði greiðlega sök og sagði fyrir dómi hafa einhverja söfnunarþörf á svona klámefni eins og hann orðaði það.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um mjög mikið magn mynda var að ræða. Þar hafi verið að finna myndir af mjög ungum börnum, nánast niður í reifabörn, sem svívirt séu á ruddalegan og klámfenginn hátt. Verði að telja brot ákærða stórfellt í skilningi almennra hegningarlaga.

Þá hafi ekkert komið fram í málinu um að maðurinn, sem er fjölskyldumaður, hafi leitað sér aðstoðar til að vinna bug á áhuga sínum á klámefni þar sem börn eru fórnarlömb. Var hann því dæmdur í hálfs árs fangelsi sem fyrr segir og tölvurnar og harði diskurinn gerður upptækur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×