Geir getur valið Jónas Haraldsson skrifar 13. maí 2007 00:44 Sjálfstæðismenn fögnuðu Geir Haarde ákaft þegar hann mætti á kosningavöku þeirra á Broadway. Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, sagði í samtali við Vísi að Sjálfstæðisflokkurinn, miðað við núverandi tölur, standi með pálmann í höndunum og geti valið sér samstarfsflokk í ríkisstjórn ef Framsókn ætlar sér ekki að starfa áfram í ríkisstjórn. „Það er spurning hvort Framsókn kæri sig um að halda áfram í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, þrátt fyrir að geta myndað með þeim meirihluta, þar sem flokkurinn virðist vera að koma illa út úr ríkisstjórnarsamstarfinu. Menn gætu metið það svo að það gæti riðið flokknum að fullu að halda samstarfinu áfram," sagði Einar. „Þriggja flokka stjórn með einn mann í meirihluta er erfitt að halda saman. Líklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn velji þá milli Samfylkingar og Vinstri grænna." sagði Einar ennfremur. Það að Árni Mathiesen vildi ekki útiloka samstarf með Samfylkingunni í viðtali á Stöð tvö í kvöld gefur þeim orðróm byr undir báða vængi að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hyggi á samstarf. Guðmundur Magnússon sagði í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö að Geir H. Haarde hefði sagt að það væru tveir flokkar sem væru sigurvegarar í þessum kosningum, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir. Það virðist enn frekar renna stoðum undir þá kenningu að sjálfstæðismenn geti hugsað sér ríkisstjórnarsamstarf með vinstriflokkunum. Kosningar 2007 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, sagði í samtali við Vísi að Sjálfstæðisflokkurinn, miðað við núverandi tölur, standi með pálmann í höndunum og geti valið sér samstarfsflokk í ríkisstjórn ef Framsókn ætlar sér ekki að starfa áfram í ríkisstjórn. „Það er spurning hvort Framsókn kæri sig um að halda áfram í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, þrátt fyrir að geta myndað með þeim meirihluta, þar sem flokkurinn virðist vera að koma illa út úr ríkisstjórnarsamstarfinu. Menn gætu metið það svo að það gæti riðið flokknum að fullu að halda samstarfinu áfram," sagði Einar. „Þriggja flokka stjórn með einn mann í meirihluta er erfitt að halda saman. Líklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn velji þá milli Samfylkingar og Vinstri grænna." sagði Einar ennfremur. Það að Árni Mathiesen vildi ekki útiloka samstarf með Samfylkingunni í viðtali á Stöð tvö í kvöld gefur þeim orðróm byr undir báða vængi að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hyggi á samstarf. Guðmundur Magnússon sagði í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö að Geir H. Haarde hefði sagt að það væru tveir flokkar sem væru sigurvegarar í þessum kosningum, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir. Það virðist enn frekar renna stoðum undir þá kenningu að sjálfstæðismenn geti hugsað sér ríkisstjórnarsamstarf með vinstriflokkunum.
Kosningar 2007 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira