Ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í því að segja af sér 13. maí 2007 02:35 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði á kosningavöku Stöðvar 2 í nótt að ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér en hún er fallin samkvæmt nýjustu tölum. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í sjónvarpssal nú á þriðja tímanum. Þar benti Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, á að flokkurinn ætti fyrsta mann í öllum kjördæmum og að flokkurinn hefði afgerandi forystu í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Útkoma flokksins væri mjög góð. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, ítrekaði það sem hann hafði sagt fyrr í kvöld að Framsókn væri á leið út í ríkisstjórn. Þú þyrfti flokkurinn að fara í endurskoðun. Flokkurinn hefði lent í éljum en hann myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn myndi þó ekki víkjast undan ábyrgð. Aðspurður sagði Steingrímur J. Sigfússon ekki hafa gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. Hann hefði verið í framboði til þess embættis heldur til þings í Norðausturkjördæmi. Hann væri hins vegar kandídat til forystu fyrir flokkinn ef stjórn yrði mynduð með aðild flokksins. Sagði hann jafnframt að Geir ætti að biðjast lausnar fyrir ríkisstjórnina. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, var spurður hversu traust Kaffibandalagið væri og hvort Samfylkingin og Vinstri græn myndu frekar ræða við Framsókn en frjálslynda um myndun ríkisstjórnar. Guðjón sagðist ekki kannast við slíkt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði ekki tímabært að mynda ríkisstjórn fyrr en búið væri að telja öll atkvæði. Ef stjórnarandstaðan felldi ríkisstjórnina myndi hún ræða saman en það gæti hvað sem er gerst í kosningum. Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði göngu flokksins rétt að hefjast og hún myndi halda áfram alla umhverfisöldina. Ómar benti á að flokkurinn hefði fengið þingmenn ef fimm prósenta reglan væri ekki í gildi og átaldi hann kerfið vegna þess. Spurði hann jafnfram hvort engin endurnýjun mætti eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Kosningar 2007 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði á kosningavöku Stöðvar 2 í nótt að ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér en hún er fallin samkvæmt nýjustu tölum. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í sjónvarpssal nú á þriðja tímanum. Þar benti Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, á að flokkurinn ætti fyrsta mann í öllum kjördæmum og að flokkurinn hefði afgerandi forystu í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Útkoma flokksins væri mjög góð. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, ítrekaði það sem hann hafði sagt fyrr í kvöld að Framsókn væri á leið út í ríkisstjórn. Þú þyrfti flokkurinn að fara í endurskoðun. Flokkurinn hefði lent í éljum en hann myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn myndi þó ekki víkjast undan ábyrgð. Aðspurður sagði Steingrímur J. Sigfússon ekki hafa gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. Hann hefði verið í framboði til þess embættis heldur til þings í Norðausturkjördæmi. Hann væri hins vegar kandídat til forystu fyrir flokkinn ef stjórn yrði mynduð með aðild flokksins. Sagði hann jafnframt að Geir ætti að biðjast lausnar fyrir ríkisstjórnina. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, var spurður hversu traust Kaffibandalagið væri og hvort Samfylkingin og Vinstri græn myndu frekar ræða við Framsókn en frjálslynda um myndun ríkisstjórnar. Guðjón sagðist ekki kannast við slíkt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði ekki tímabært að mynda ríkisstjórn fyrr en búið væri að telja öll atkvæði. Ef stjórnarandstaðan felldi ríkisstjórnina myndi hún ræða saman en það gæti hvað sem er gerst í kosningum. Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði göngu flokksins rétt að hefjast og hún myndi halda áfram alla umhverfisöldina. Ómar benti á að flokkurinn hefði fengið þingmenn ef fimm prósenta reglan væri ekki í gildi og átaldi hann kerfið vegna þess. Spurði hann jafnfram hvort engin endurnýjun mætti eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum.
Kosningar 2007 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira