Samkvæmt nýjustu tölum stendur ríkisstjórnin enn með eins manns meirihluta. Tölur úr Norðausturkjördæmi voru að birtast rétt í þessu og hafa 20.160 atkvæði verið talin. Samkvæmt þeim virðast Framsóknarmenn tapa manni til Sjálfstæðismanna. Engu að síður virðist sem Samfylking og Sjálfstæðisflokkur séu aðeins að dala í kjördæminu.
Atkvæði í Norðausturkjördæmi hafa fallið sem hér segir:
Framsókn (B) - 5035 - 24% - Þrír þingmenn
Sjálfstæðisflokkur (D) - 5480 - 26,1% - Þrír þingmenn
Frjálslyndir (F) - 1159 - 5,5% - Enginn þingmaður
Íslandshreyfingin (I) - 234 - 1,1% - Enginn þingmaður
Samfylkingin (S) - 4136 - 19,7% - Tveir þingmenn
Vinstri grænir (V) - 3830 - 19,3% - Tveir þingmenn
Á landsvísu hafa þessar tölur ekki áhrif á stjórnina og stendur hún því enn. Einstaka þingmenn hafa þó dottið út. Guðmundur Steingrímsson (S) er til að mynda kominn út og Árni Páll Árnason (S) er kominn inn á nýjan leik. Þá voru Höskuldur Þór (B) og Grétar Mar (F) komnir inn á nýjan leik.
Á landsvísu er fylgi flokkanna sem hér segir:
Framsókn (B) - 11,7% - Átta þingmenn
Sjálfstæðisflokkur (D) - 36,6% - 24 þingmenn
Frjálslyndir (F) - 7% - Fjórir þingmenn
Íslandshreyfingin (I) - 7% - Enginn þingmaður
Samfylkingin (S) - 27,4% - 18 þingmenn
Vinstri grænir (V) - 14% - Níu þingmenn