Innlent

Lentu vegna veikinda farþega

Boeing 777 breiðþota frá Air France þurfti að hafa viðkomu á Keflavíkurflugvelli á leið sinni yfir Atlantshafið síðdegis í gær, þar sem einn farþeganna hafði veikst og þurfti að komast undir læknishendur. Þetta var á háannatíma í Leifsstöð þannig að þotunni var ekið að gömlu flugstöðinni.

Farþeginn var fluttur á Landsspítalann í Reykjavík , en vélin tók viðbótar eldsneyti áður en hún hélt í loftið á ný á sjöunda tímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×