Fótbolti

Juventus getur tryggt sig í A-deildina um helgina

Del Piero og félagar hafa sætt sig við að spila í B-deildinni í vetur
Del Piero og félagar hafa sætt sig við að spila í B-deildinni í vetur AFP

Stórveldið Juventus á Ítalíu getur tryggt sér sæti meðal þeirra bestu á ný með útsigri á Arezzo í ítölsku B-deildinni um helgina, en þá verða reyndar þrjár umferðir eftir af keppninni. Það verður því aldrei þessu vant leikur í B-deildinni sem verður í sviðsljósinu á Ítalíu um helgina, því staða mála á toppnum í A-deildinni er þegar ráðin.

Juventus var fellt niður í B-deildina síðasta sumar eftir knattspyrnuhneykslið stóra en þrátt fyrir fallið náði liðið að halda í menn eins og Alessandro del Piero, Pavel Nedved og markvörðinn Gianluigi Buffon. Ef Juventus nær að sigra Arezzo um helgina tryggir það að liðið geti ekki endað neðar en í öðru sæti deildarinnar og komast þar með upp í A-deild á ný. Juve yrði þá með 82 stig þegar þrjár umferðir eru eftir og þá geta aðeins Genoa eða Napoli náð þeim að stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×