Viðskipti erlent

Sjónvarp á gleraugun

Guðjón Helgason skrifar

Sjónvarpstækin verða smærri með hverjum deginum. Japanskt fyrirtæki er nú að setja á markað eitt það minnsta sem hægt er að festa á gleraugu og glápa þannig á. Hægt verður að tengja það við iPod tæki sem eru hlaðin myndefni eða horfa á venjulegar sjónvarpsstöðvar. Tokyo-búar taka tækinu væntanlega fagnandi fyrir langar lestarferðir í og úr vinnu.

Tækið vegur 35 grömm. Ekki verður þetta sjónvarp þó einvörðungu notað til afþreyingar. Fyrirtækið sem hannar það ætlar einnig að bjóða það til notkunnar á skurðstofum þannig að skurðlæknar þurfi ekki að líta af sjúklingum til að kanna tækin sem þeir eru tengdir við. Þannig minnki hættan á mistökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×