Lugovoy ákærður fyrir morðið á Litvinenko Jónas Haraldsson skrifar 22. maí 2007 10:30 Andrei Lugovoy, sem hefur nú verið ákærður fyrir morðið á Alexander Litvinenko. MYND/AP Rússinn Andrei Lugovoy verður ákærður fyrir morðið á fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko. Saksóknari bresku krúnunnar skýrði frá þessu í morgun. „Í dag komst ég að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem lögreglan sendi okkur nægja til þess að ákæra Andrei Lugovoy fyrir að hafa eitrað fyrir og þannig myrt Alexander Litvinenko." sagði Ken MacDonald, ríkissaksóknari Bretlands, á fréttamannafundi. Lögregla við rannsókn á málinu í nóvember síðastliðnum.Breska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Rússlands í Bretlandi á sinn fund í morgun til þess að gera honum grein fyrir því að ætlast væri til þess að Rússar veittu fulla samvinnu í málinu. „Þetta var alvarlegur glæpur og við væntum skilyrðislausrar samvinnu Rússa við að koma þeim ákærða fyrir dóm í Bretlandi. Við komum þessum sjónarhornum okkar sterklega á framfæri við rússneska sendiherrann þegar við töluðum við hann í morgun." sagði Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í morgun. Heimildarmaður Reuters á skrifstofu aðalsaksóknara í Rússlandi sagði í morgun, eftir að hafa heyrt af ákærunni í máli Litvinenko, að Andrei Lugovoy yrði alls ekki framseldur til Bretlands. „Samkvæmt klásúlu í stjórnarskrá Rússa er óheimilt að framselja rússneska ríkisborgara til annarra landa ef rétta á yfir þeim og Lugovoy virðist vera rússneskur ríkisborgari." sagði heimildarmaðurinn. „Rússar ættu að verða við ósk okkar um að framselja Andrei Lugovoy.“ sagði talsmaður skrifstofu forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, nú í morgun. Hann sagði jafnframt að þó svo að Bretland tengdist Rússlandi á efnahagslega og stjórnmálalega vegu ætti það engin áhrif að hafa á framsalsbeiðnina. „Þau tengsl eiga ekki að verða til þess að alþjóðalög verði virt að vettugi og við munum gera allt sem í valdi okkar stendur til þess að farið verði eftir þeim í þessu máli.“ sagði hann enn frekar. Enn hefur ekkert heyrst frá stjórnvöldum í Rússlandi vegna málsins. Litvinenko á dánarbeði sínu.MYND/APLitvinenko, fyrrum KGB njósnari og harður gagnrýnandi Vladimirs Putins, forseta Rússlands, lést í nóvember síðastliðnum eftir að eitrað hafði verið fyrir honum með geislavirka efninu pólóníum 210. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Ráðamenn í Moskvu hafa sagt ásakanirnar fáránlegar. Þær urðu til þess að samskipti Rússa og Breta kólnuðu talsvert. Fréttaskýrendur segja að ákæran í dag gæti orðið til þess að samskiptum þeirra gæti enn hrakað. Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Rússinn Andrei Lugovoy verður ákærður fyrir morðið á fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko. Saksóknari bresku krúnunnar skýrði frá þessu í morgun. „Í dag komst ég að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem lögreglan sendi okkur nægja til þess að ákæra Andrei Lugovoy fyrir að hafa eitrað fyrir og þannig myrt Alexander Litvinenko." sagði Ken MacDonald, ríkissaksóknari Bretlands, á fréttamannafundi. Lögregla við rannsókn á málinu í nóvember síðastliðnum.Breska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Rússlands í Bretlandi á sinn fund í morgun til þess að gera honum grein fyrir því að ætlast væri til þess að Rússar veittu fulla samvinnu í málinu. „Þetta var alvarlegur glæpur og við væntum skilyrðislausrar samvinnu Rússa við að koma þeim ákærða fyrir dóm í Bretlandi. Við komum þessum sjónarhornum okkar sterklega á framfæri við rússneska sendiherrann þegar við töluðum við hann í morgun." sagði Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í morgun. Heimildarmaður Reuters á skrifstofu aðalsaksóknara í Rússlandi sagði í morgun, eftir að hafa heyrt af ákærunni í máli Litvinenko, að Andrei Lugovoy yrði alls ekki framseldur til Bretlands. „Samkvæmt klásúlu í stjórnarskrá Rússa er óheimilt að framselja rússneska ríkisborgara til annarra landa ef rétta á yfir þeim og Lugovoy virðist vera rússneskur ríkisborgari." sagði heimildarmaðurinn. „Rússar ættu að verða við ósk okkar um að framselja Andrei Lugovoy.“ sagði talsmaður skrifstofu forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, nú í morgun. Hann sagði jafnframt að þó svo að Bretland tengdist Rússlandi á efnahagslega og stjórnmálalega vegu ætti það engin áhrif að hafa á framsalsbeiðnina. „Þau tengsl eiga ekki að verða til þess að alþjóðalög verði virt að vettugi og við munum gera allt sem í valdi okkar stendur til þess að farið verði eftir þeim í þessu máli.“ sagði hann enn frekar. Enn hefur ekkert heyrst frá stjórnvöldum í Rússlandi vegna málsins. Litvinenko á dánarbeði sínu.MYND/APLitvinenko, fyrrum KGB njósnari og harður gagnrýnandi Vladimirs Putins, forseta Rússlands, lést í nóvember síðastliðnum eftir að eitrað hafði verið fyrir honum með geislavirka efninu pólóníum 210. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Ráðamenn í Moskvu hafa sagt ásakanirnar fáránlegar. Þær urðu til þess að samskipti Rússa og Breta kólnuðu talsvert. Fréttaskýrendur segja að ákæran í dag gæti orðið til þess að samskiptum þeirra gæti enn hrakað.
Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira