Kærastan farin frá Wolfowitz Óli Tynes skrifar 24. maí 2007 14:41 Shaha Riza MYND/Alþjóðabankinn. Maí var ekki góður mánuður fyrir Paul Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Fyrst missti hann vinnuna fyrir að hygla kærustu sinni. Og hann var ekki fyrr búinn að missa vinnuna en kærastan fór frá honum. Bandaríska dagblaðið New York Post segir að Shaha Riza hafi sagt bankastjóranum fyrrverandi upp. Wolfowitz var vandi á höndum þegar hann tók við stöðu bankastjórans fyrir tveim árum. Samkvæmt siðareglum bankans mega stjórnendur hans ekki vera yfirmenn ættingja sinna eða ástkvenna. Þau Riza voru þá þegar í sambandi og lögfræðingar bankans sögðu að hún yrði að finna sér annað starf. Riza er sögð ljóngáfuð. Rosalega skapmikil og mikill feministi. Hún varð öskureið yfir að þurfa að ganga úr góðu starfi sínu vegna þess að ákveðinn karlmaður var settur yfir hana. Wolfowitz mun hafa sagt bankans mönnum að hann þyrði ekki að reka hana í annað starf. Því var útbúinn pakki sem færði hana yfir í bandaríska utanríkisráðuneytið. Með höfðinglegri launahækkun. Það varð Wolfowitz að falli. Siðanefnd bankans komst að þeirri niðurstöðu að of vel hefði verið gert við hana.Í frétt New York Post sýnast bæði Wolfowitz og Riza fórnarlömb aðstæðna. Hann reyndi að fara réttu leiðina í gegnum siðanefnd bankans. Því er haldið fram að fortíð hans og þá sérstaklega aðild hans að innrásinni í Írak, hafi verið hluti af ástæðunni fyrir því að blásið var til svo mikillar sóknar gegn honum.Heimildarmenn blaðsins segja að þetta hafi verið mjög sársaukafullt fyrir Rizu. Hún bað ekki um að vera flutt. Hún bað ekki um kauphækkun og hún elskaði gamla starfið sitt hjá Alþjóðabankanum. Og hún er öskureið yfir að hafa enn og aftur verið niðurlægð vegna sambands síns við valdamikinn karlmann. Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Maí var ekki góður mánuður fyrir Paul Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Fyrst missti hann vinnuna fyrir að hygla kærustu sinni. Og hann var ekki fyrr búinn að missa vinnuna en kærastan fór frá honum. Bandaríska dagblaðið New York Post segir að Shaha Riza hafi sagt bankastjóranum fyrrverandi upp. Wolfowitz var vandi á höndum þegar hann tók við stöðu bankastjórans fyrir tveim árum. Samkvæmt siðareglum bankans mega stjórnendur hans ekki vera yfirmenn ættingja sinna eða ástkvenna. Þau Riza voru þá þegar í sambandi og lögfræðingar bankans sögðu að hún yrði að finna sér annað starf. Riza er sögð ljóngáfuð. Rosalega skapmikil og mikill feministi. Hún varð öskureið yfir að þurfa að ganga úr góðu starfi sínu vegna þess að ákveðinn karlmaður var settur yfir hana. Wolfowitz mun hafa sagt bankans mönnum að hann þyrði ekki að reka hana í annað starf. Því var útbúinn pakki sem færði hana yfir í bandaríska utanríkisráðuneytið. Með höfðinglegri launahækkun. Það varð Wolfowitz að falli. Siðanefnd bankans komst að þeirri niðurstöðu að of vel hefði verið gert við hana.Í frétt New York Post sýnast bæði Wolfowitz og Riza fórnarlömb aðstæðna. Hann reyndi að fara réttu leiðina í gegnum siðanefnd bankans. Því er haldið fram að fortíð hans og þá sérstaklega aðild hans að innrásinni í Írak, hafi verið hluti af ástæðunni fyrir því að blásið var til svo mikillar sóknar gegn honum.Heimildarmenn blaðsins segja að þetta hafi verið mjög sársaukafullt fyrir Rizu. Hún bað ekki um að vera flutt. Hún bað ekki um kauphækkun og hún elskaði gamla starfið sitt hjá Alþjóðabankanum. Og hún er öskureið yfir að hafa enn og aftur verið niðurlægð vegna sambands síns við valdamikinn karlmann.
Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira