Lay Low boðið á tvær hátíðir 23. maí 2007 05:00 Tónlistarkonan Lay Low hlaut mjög góðar viðtökur í Brighton. Tónlistarkonunni Lay Low hefur verið boðið að koma fram á hátíðunum Canadian Music Week og South By Southwest sem fara fram í mars á næsta ári. Boðin komu eftir vel heppnaða seinni tónleika hennar á Great Escape-hátíðinni sem var haldin í Brighton um síðustu helgi. Sjö íslenskar hljómsveitir komu fram á hátíðinni en fimm þeirra voru valdar af tónleikabókurum hátíðarinnar á Iceland Airwaves-hátíðinni í fyrra. Auk Lay Low tróðu upp hljómsveitirnar Jakobínarína, Amiina, Seabear, Stórsveit Nix Noltes, Hafdís Huld, og Benni Hemm Hemm. Edna Tletchetero sem vinnur hjá fyrirtækinu Big Dipper Management sem hefur aðstoðað Amiinu og Jakobínarínu sagði þetta hafa verið mjög góða hátíð fyrir báðar sveitirnar. „Það spillti ekki fyrir hversu mikil athygli var á íslensku hljómsveitunum í heild sinni. Ísland var á allra vörum og góð sameiginleg kynning skilaði sér. Það er auðvitað með ólíkindum að 300.000 manna þjóð skili miklu fleiri böndum á eina af virtustu bransahátíð heims heldur en nokkur önnur Evrópuþjóð og við erum glöð yfir því að vera hluti af þeirri senu,“ sagði Edna. Jakobínarína hélt tvenna tónleika og hefur nú verið staðfest að sveitin hitar upp fyrir bresku hljómsveitina Cajun Dance Party á tveggja vikna tónleikaferðalagi um Bretland í júlí næstkomandi. Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarkonunni Lay Low hefur verið boðið að koma fram á hátíðunum Canadian Music Week og South By Southwest sem fara fram í mars á næsta ári. Boðin komu eftir vel heppnaða seinni tónleika hennar á Great Escape-hátíðinni sem var haldin í Brighton um síðustu helgi. Sjö íslenskar hljómsveitir komu fram á hátíðinni en fimm þeirra voru valdar af tónleikabókurum hátíðarinnar á Iceland Airwaves-hátíðinni í fyrra. Auk Lay Low tróðu upp hljómsveitirnar Jakobínarína, Amiina, Seabear, Stórsveit Nix Noltes, Hafdís Huld, og Benni Hemm Hemm. Edna Tletchetero sem vinnur hjá fyrirtækinu Big Dipper Management sem hefur aðstoðað Amiinu og Jakobínarínu sagði þetta hafa verið mjög góða hátíð fyrir báðar sveitirnar. „Það spillti ekki fyrir hversu mikil athygli var á íslensku hljómsveitunum í heild sinni. Ísland var á allra vörum og góð sameiginleg kynning skilaði sér. Það er auðvitað með ólíkindum að 300.000 manna þjóð skili miklu fleiri böndum á eina af virtustu bransahátíð heims heldur en nokkur önnur Evrópuþjóð og við erum glöð yfir því að vera hluti af þeirri senu,“ sagði Edna. Jakobínarína hélt tvenna tónleika og hefur nú verið staðfest að sveitin hitar upp fyrir bresku hljómsveitina Cajun Dance Party á tveggja vikna tónleikaferðalagi um Bretland í júlí næstkomandi.
Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira