Erlent

Friðargæsluliðar seldu uppreisnarmönnum vopn

Pakistanskir friðargæsluliðar í Kongó seldu uppreisnarmönnum, sem þeir áttu að vera að afvopna, vopn fyrir gull. Breska ríkisútvarpið, BBC, skýrði frá þessu. Þessir sömu uppreisnarhópar eru sekir um alvarleg mannréttindabrot á meðan borgarastyrjöldinni í Kongó stóð. Viðskiptin áttu sér stað á árinu 2005.

Rannsóknarliði frá Sameinuðu þjóðunum var meðal annars meinaður aðgangur og hótað og skýrsla þess var falin til þess að koma í veg fyrir hneyksli. Yfirmenn friðargæslunnar í Kongó segja að rannsókn í málinu standi nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×