Erlent

Demókratar tengja fjármagn ekki lengur við brottför hermanna

Leiðtogar demókrata hafa hætt við að fyrirætlanir sínar um að tengja fjármagn til hersins við brottför bandarískra hermanna frá Írak. Ákvörðunin var tekin eftir margar vikur af viðræðum en George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafði hótað að beita neitunarvaldi gegn lögunum.

Þrátt fyrir þetta þá segja demókratar að þeir hafi ekki tapað baráttunni fyrir forsetanum. Þeir segja að í staðinn fyrir dagsetningu á brottför hermanna yrðu meiri fjármunir til nota innanlands. Á sama tíma var leynd létt af skjölum sem sýna að Osama Bin Laden bað Abu Musab al-Zarqawi um að koma upp hóp hryðjuverkamanna í Bandaríkjunum. Hann lést í loftárás Bandaríkjamanna í júní á síðasta ári.

Talsmenn beggja flokka vonuðust til þess að frumvarpið yrði tilbúið fyrir helgina. Bush beitti neitunarvaldi gegn fyrsta frumvarpinu en það innihélt dagsetningar um brottför hermanna frá Írak. Engu að síður er búist við því að fjármagnið verði bundið við árangur íröksku ríkisstjórnarinnar í baráttunni við hryðjuverkamenn í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×