Sport

Þríþraut Bláa Lónsins á Sjómannadaginn

MYND/Víkurfréttir
Efnt verður til þríþrautarkeppnis í Grindavík næstkomandi sunnudag í tilefni sjómannadagsins. Keppnin er haldin á vegum Grindavíkurbæjar, Þríþrautarfélags Reykjavíkur og Bláa Lónsins. Þetta kemur fram hjá Víkurfréttum á Landsvef Vísis. Byrjað verður á 800 m sundi í Sundlaug Grindavíkur, þá tekur við 20 km hjólaleið umhverfis Grindavík og loks hlaupið frá Sundlauginni í Bláa Lónið. Bæði verður kept í einstaklings- og liðakeppni og hefst keppnin klukkan 10. Þá verður árleg fjallahjólaþraut Bláa Lónsins og Reiðhjólafélags Reykjavíkur haldin 10. júní næstkomandi. Lagt verður af stað frá Hafnarfirði og hjólað í Bláa Lónið. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Bláa Lónsins, hfr.is og triceland.net.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×