Tony Blair er nú á leið sinni til Þýskalands til viðræðna við kanslara Þýskalands, Angelu Merkel, fyrir G8 fundinn. Hann byrjar í upphafi næstu viku. Á fundi sínum með Merkel í dag ætlar Blair sér að ræða þróunar- og neyðaraðstoð í Afríku sem og loftslagsbreytingarnar.
Fjölmiðlar hafa bent á að Merkel ætli sér að segja Blair frá því að hún hyggist endurlífga evrópsku stjórnarskránna en Bretar hafa verið á móti öllum slíkum þreifingum. Búst er við því að Merkel eigi eftir að leggja frumvarpið fram í lok águst.
