Ólíklegt að ákært verði Guðjón Helgason skrifar 4. júní 2007 19:00 Ólíklegt er talið að hægt verði að fá opinbert mál höfðað á Íslandi gegn meintum morðingja Ashley Turner, flugliða sem myrt var á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum. Slíkt væri líkast til brot á ákvæðum marréttindasáttmála að mati íslenskra lögspekinga. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fjölskylda Turner ætlaði að kanna það hjá íslenskum yfirvöldum hvort hægt yrði að höfða mál gegn meintum morðingja hér á landi. Flugliðinn Calvin Hill var handtekinn og ákærður, en Turner hafði átt að bera vitni gegn honum í þjófnaðarmáli. Herréttur í Washington sýknaði Hill af morðákærunni í síðasta mánuði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bendir margt til þess að rannsókn herlögreglu hafi verið ábótavant og sagði bróðir Turner, Jason, í samtali við fréttastofu í gær að hann teldi sönnunargögn benda sterklega til sektar Hills og því ætlaði fjölskyldan að reyna þessa leið. Ekki væri hægt að rétta aftur yfir Hill fyrir sama morð eftir sýknudóm samkvæmt bandarískum lögum. Þeir lögspekingar sem fréttastofa hefur rætt við í dag telja afar ólíklegt að mál yrði höfðað. Málið hafi farið rétta leið innan bandaríska kerfisins auk þess sem það yrði það líkast til brot á ákvæðum mannréttindasáttmála að rétta aftur yfir honum. Samkvæmt ákvæðum við Varnarsamninginn frá 1951 óska Íslendingar ekki lögsögu í málum sem ekki hafi verið sérstaklega áskilin nema um væri að tefla sakir sem hefðu sérstaka þýðingu fyrir Ísland. Morðið á Ashley var á forræði bandarískra rannsóknaryfirvalda frá fyrsta degi og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 var engin athugasemd gerð við það af hálfu íslenskra yfirvalda. Bandaríkjamenn afþökkuðu aðstoð frá íslensku tæknifólki við rannsóknina. Hjá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar í dag að ef fyrirspurn bærist frá Turner-fjölskyldunni yrði hún skoðuð ítarlega. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ólíklegt er talið að hægt verði að fá opinbert mál höfðað á Íslandi gegn meintum morðingja Ashley Turner, flugliða sem myrt var á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum. Slíkt væri líkast til brot á ákvæðum marréttindasáttmála að mati íslenskra lögspekinga. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fjölskylda Turner ætlaði að kanna það hjá íslenskum yfirvöldum hvort hægt yrði að höfða mál gegn meintum morðingja hér á landi. Flugliðinn Calvin Hill var handtekinn og ákærður, en Turner hafði átt að bera vitni gegn honum í þjófnaðarmáli. Herréttur í Washington sýknaði Hill af morðákærunni í síðasta mánuði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bendir margt til þess að rannsókn herlögreglu hafi verið ábótavant og sagði bróðir Turner, Jason, í samtali við fréttastofu í gær að hann teldi sönnunargögn benda sterklega til sektar Hills og því ætlaði fjölskyldan að reyna þessa leið. Ekki væri hægt að rétta aftur yfir Hill fyrir sama morð eftir sýknudóm samkvæmt bandarískum lögum. Þeir lögspekingar sem fréttastofa hefur rætt við í dag telja afar ólíklegt að mál yrði höfðað. Málið hafi farið rétta leið innan bandaríska kerfisins auk þess sem það yrði það líkast til brot á ákvæðum mannréttindasáttmála að rétta aftur yfir honum. Samkvæmt ákvæðum við Varnarsamninginn frá 1951 óska Íslendingar ekki lögsögu í málum sem ekki hafi verið sérstaklega áskilin nema um væri að tefla sakir sem hefðu sérstaka þýðingu fyrir Ísland. Morðið á Ashley var á forræði bandarískra rannsóknaryfirvalda frá fyrsta degi og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 var engin athugasemd gerð við það af hálfu íslenskra yfirvalda. Bandaríkjamenn afþökkuðu aðstoð frá íslensku tæknifólki við rannsóknina. Hjá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar í dag að ef fyrirspurn bærist frá Turner-fjölskyldunni yrði hún skoðuð ítarlega.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira