Innlent

Rannsókn á mannsláti í Hveragerði lokið

Mynd/Einar Árnason

Lögreglan á Selfossi hefur lokið rannsókn á mannsláti í heimahúsi í Hveragerði hinn 27. apríl. Samkvæmt niðurstöðu krufningar má rekja lát mannsins til innvortis blæðinga sem hafi verið miklar vegna undanfarandi áfengisneyslu og töku blóðþynningalyfja.

Maðurinn var ölvaður og tók að auki blóðþynningarlyf en hvort tveggja virðist hafa stuðlað að mikilli blæðingu innvortis með tilheyrandi súrefnisskorti til hjartans. Í krufningarskýrslu var ekkert fullyrt um hvernig áverkar á nefi mannsins komu til, en talið er að mikil blæðing frá þeim áverkum hafi aukið á blóðmissi af innvortis blæðingum.

Ítarleg rannsókn lögreglu leiddi í ljós að ekki væri um átök eða árás að ræða, heldur slys samfara blæðingu.

Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×