Viðskipti erlent

Eldsneyti í skiptum fyrir blóð

Rauði kross Bandaríkjanna hefur tekið uppá því að gefa eldneyti til að hvetja fólk til blóðgjafar. Verkefnið stendur yfir í allt sumar og fer fram í tveimur ríkjum Bandaríkjanna, þeim Pennsylvaníu og New Jersey. Að vetri til gefa á degi hverjum um 25 íbúar þeirra ríkja blóð. En yfir sumartímann hefur gengið illa að fá blóðgjafa.

Verkefnið, sem hófst á dögum, gengur þannig fyrir sig að hver blóðgjafi fær nafn sitt í pott sem dregið er svo úr. Hinn heppni hreppir svo eldsneyti að verðmæti 3500 bandaríkjadala. Fyrst verður dregið þann 23. júlí, svo 16 september. Á hverju tímabili verða svo nokkrir dregnir út og fá þeir eldsneyti að verðmæti 25 dala.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×