Íslenska körfuboltalandsliðið leikur til úrslita gegn Kýpur á Smáþjóðaleikunum í Mónakó. Þetta varð ljóst í dag þegar íslenska liðið vann fjórða leik sinn í röð á leikunum með því að leggja San Marino 92-81. San Marino var 12 stigum yfir í hálfleik en íslenska liðið tryggði sér sigurinn með góðri rispu í fjórða leikhluta.
Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig, Logi Gunnarsson skoraði 21 og Brenton Birmingham skoraði 19 stig. Friðrik Stefánsson skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Íslenska liðið mætir Kýpur á morgun.