Bíó og sjónvarp

Dansleikhús /samkeppnin í kvöld

Hin árlega Dansleikhússamkeppni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Að þessu sinni tóku sex hópar dans-, og leikhúshöfunda þátt.

Þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin. Fyrirkomulagið er þannig að hver keppandi fær aðeins 25 mínútur til að semja og æfa verk sitt.

Fyrstu verðlaun hlutu þau Brynhildur Guðjónsdóttir, Cameron Corbett, Borgar Magnason og Dieterik Peeters fyrir verk sitt Blink of an Eye. Áhorfendaverðlaun fékk Irma Gunnarsdóttir fyrir verkið On Hold.

Við tilefnið var einnig sýnt fyrsta verk nýstofnaðs Dansleikhúss Borgarleikhússins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×