Sport

Zab Judah mætir í hringinn á ný í kvöld

Zab Judah verður að vinna í kvöld til að rétta af feril sinn
Zab Judah verður að vinna í kvöld til að rétta af feril sinn

Villingurinn Zab Judah stígur í kvöld inn í hnefaleikahringinn í fyrsta skipti í meira en ár eftir keppnisbann þegar hann tekur á móti Miguel Cotto í bardaga um WBA beltið í veltivigt. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn. Judah stormaði inn á sjónvarsviðið um aldamótin og var ósigrandi, en skapsmunir hans og óútreiknanleg hegðun hans hafa gert honum erfitt fyrir allar götur síðan.

Síðast þegar Judah keppti, tapaði hann fyrir Floyd Mayweather eftir að hann lenti í slagsmálum við Floyd Mayweather eldri inni í hringnum í einhverri ljóstustu uppákomu síðari ára í hnefaleikaheiminum. Stíll þeirra Cotto og Judah er mjög ólíkur og það er skapferli þeirra einnig. Cotto er agaður hnefaleikari sem lætur verkin tala, en boxsérfræðingar í Bandaríkjunum spá því að Judah gæti orðið mjög óútreiknanlegur í síðari lotunum í bardaganum í nótt ef hann finnur að andstæðingurinn sé að ná yfirhöndinni. Í síðustu fjórum bardögum hans hefur það gerst - og oftar en ekki með skelfilegum afleiðingum.

Bein útsending Sýnar frá Madison Square Garden hefst klukkan eitt í nótt. 

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×