Sport

Federer: Léleg stemming á Roland Garros

Federer og Nadal mætast í úrslitaleik opna franska á morgun
Federer og Nadal mætast í úrslitaleik opna franska á morgun NordicPhotos/GettyImages

Roger Federer segir að stemmingin á opna franska meistaramótinu líði fyrir að VIP sætin við miðju vallarins séu oftar en ekki tóm og því sé stemmingin ekki eins góð og til að mynda á Wimbledon-mótinu. Federer mætir Rafael Nadal í úrslitaleik mótsins á morgun.

"Munurinn liggur í því að miðja vallarins er alltaf pökkuð af fólki á Wimbledon, en á þessu móti vantar oft fullt af fólki í stúkuna - því fólkið sem er með VIP sætin mætir kannski ekki nema á einn eða tvo leiki á dag. Þetta er vandamál því VIP-fólkið er að teppa sæti í kring um völlinn og því komast hörðustu aðdáendurnir ekki að . Þetta tekur nokkuð af stemmingunni í burtu að mínu mati. Ég er ekki að segja að sé ekki stemming á mótnu hérna, en maður verður þá að vona að styrktaraðilarnir og VIP-liðið mæti á leikina," sagði Federer.

Tennis er ekki eina íþróttin þar sem þetta er að verða vandamál, því þetta fyrirbrigði er þekkt í knattspyrnunni líka. Nokkuð var t.d. rætt um stemmingsleysi á nokkrum leikjanna á HM í Þýskalandi síðasta sumar þar sem gríðarlega stór hluti aðgöngumiða fór til handa stuðningsaðila við keppninna og þóttu þeir - ef þeir mættu á annað borð á leikina - ekki hleypa stemmingunni á vellinum á hærra plan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×