Gordon Brown til Íraks

Gordon Brown, næsti forsætisráðherra Bretlands, kom í morgun til Íraks. Þetta er önnur heimsókn hans til landsins en sú fyrsta eftir að tilkynnt var opinberlega að hann myndi taka við af Tony Blair, núverandi forsætisráðherra Bretlands. Brown mun funda með Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. Ekki er vitað hversu lengi hann mun dvelja í landinu.