Vilja að Barclays dragi tilboðið til baka 11. júní 2007 13:00 ABN Amro. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hækkaði um 4,5 prósent í bresku kauphöllinni í Lundúnum í dag eftir að fjárfestingasjóður þrýsti á hluthafa bankans að falla frá yfirtökutilboði sínu í hollenska bankann ABN Amro.Sjóðurinn heitir Atticus Capital og keypti fyrir skömmu eins prósenta hlut í ABN Amro, einum stærsta banka Hollands. Barclays ákvað í apríl að gera yfirtökutilboð í hollenska bankann upp á 64 milljarða evrur, jafnvirði um 5.500 milljarða íslenskra króna. Royal Bank of Scotland og tveir aðrir bankar í Evrópu gerðu móttilboð í bankann.Í bréfi sem Atticus birti hluthöfum í breska dagblaðinu Financial Times um helgina, segir að meiri samlegðuáhrif væru að samruna Royal Bank of Scotland og ABN Amro. Gæti svo farið að kaupin verði Barclays of stór biti að kyngja.Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir greinanda hjá verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood, sem er í eigu Landsbankans, að þrýstingurinn hafi aukist til muna á stjórnendur og hluthafa Barclays að þeir hætti við kaupin á bankanum. Séu líkur á að gengi hlutabréfa í ABN Amro hækki eftir því sem á líði. Fyrirtækið hefur gefið út uppfært mat á ABN Amro segir mælir með því við hluthafa að þeir haldi í bréf sín í bankanum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hækkaði um 4,5 prósent í bresku kauphöllinni í Lundúnum í dag eftir að fjárfestingasjóður þrýsti á hluthafa bankans að falla frá yfirtökutilboði sínu í hollenska bankann ABN Amro.Sjóðurinn heitir Atticus Capital og keypti fyrir skömmu eins prósenta hlut í ABN Amro, einum stærsta banka Hollands. Barclays ákvað í apríl að gera yfirtökutilboð í hollenska bankann upp á 64 milljarða evrur, jafnvirði um 5.500 milljarða íslenskra króna. Royal Bank of Scotland og tveir aðrir bankar í Evrópu gerðu móttilboð í bankann.Í bréfi sem Atticus birti hluthöfum í breska dagblaðinu Financial Times um helgina, segir að meiri samlegðuáhrif væru að samruna Royal Bank of Scotland og ABN Amro. Gæti svo farið að kaupin verði Barclays of stór biti að kyngja.Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir greinanda hjá verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood, sem er í eigu Landsbankans, að þrýstingurinn hafi aukist til muna á stjórnendur og hluthafa Barclays að þeir hætti við kaupin á bankanum. Séu líkur á að gengi hlutabréfa í ABN Amro hækki eftir því sem á líði. Fyrirtækið hefur gefið út uppfært mat á ABN Amro segir mælir með því við hluthafa að þeir haldi í bréf sín í bankanum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira