Viðskipti erlent

Föt sem mæla heilsu fólks

Hópur evrópskra vísindamanna hannar þessa dagana fatnað sem getur mælt heilsu þess sem klæðist þeim. Þessi föt eru þó ekki væntanleg á almennan markað heldur eru þau ætluð nýútskrifuðum sjúklingum, fólki með króníska sjúkdóma og slösuðum íþróttamönnum.

Fötin innihalda nema sem geta mælt ýmsa líkamsvökva, svo sem svita og blóð. Vonast er til að með hjálp nemanna verði hægt að fylgjast með því hvernig sár gróa og greint sýkingar og aðra kvilla.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×