Víða rignir mikið Guðjón Helgason skrifar 11. júní 2007 18:53 Hermenn við björgunarstörf í Bangladess í dag. MYND/AP Miklar rigningar hafa kostað rúmlega hundrað og þrjátíu mannslíf í Bangladess, Kína og Kólumbíu síðustu daga. Regntímabil stendur nú sem hæst þar. Íbúar í Mið-Evrópu þekkja ekki slík tímabil en hafa samt þurft að vaða elginn síðasta sólahring í Þýskalandi og Hollandi vegna skyndilegrar hellirigningar. Engin týndi lífi þar. Mikið hefur ringt í suður og norðvestur Kína síðustu daga sem hefur valdið flóðum og aurskriðum. Að minnsta kosti fjörutíu og átta hafa drukknað og nærri því sex hundruð þúsund manns hafa misst heimili sín. Búið er að flytja sjötíu og tvö þúsund manns frá heimilum sínum í Guangdong-héraði þar sem átján hafa drukknað og fjórir eru týndir. Flóð verða á hverju sumri í Kína vegna mikilla rigninga. Borgir eru vel varðar með flóðgörðum en öðru máli gegnir með landsbyggðina. Flóð og fellibylir urðu vel á þriðja þúsund manns að bana í Kína í fyrra. Mikið hefur rignt í Bangladess síðasta sólahring. Minnst sjötíu og níu týndu lífi, fjölmargir týndust og enn fleiri slösuðust alvarlega þegar aurskriða féll í hafnarborginni Chittagong í dag. Talið er að úrkoman þar á einni klukkustund í gær hafi mælst tuttugu sentimetrar. Óttast er að enn rigni mikið í landinu næstu daga. Í Kólumbíu hefur rigning valdið vandræðum um liðna helgi og mörg hundruð fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín þegar áin Cauca í norður hluta landsins flæddi yfir bakka sína. Regntímabilið hófst í mars og þegar mest rignir drukkna mörg þúsund manns á ári hverju og fjölmörg heimili og fyrirtæki eyðileggjast. Í Ástralíu hefur sama verið upp á teningnum. Flóð og aurskriður hafa valdið tjóni en mikið hefur ringt í austurhluta landsins. Níu týndu lífi í veðurofsanum. Fjögur þúsund íbúar í bænum Maitland, tvö hundruð kílómetrum norður af Sydney, fengu að snúa aftur heim í morgun eftir nokkura daga fjarveru. Á meðan íbúar í Kína og Kólumbíu eru vanir rigningartímabili og Ástralar vanir stífum haustrigningum er ekki hægt að tala um afmarkaða rigningartíma í Mið-Evrópu. Þar hefur ringt sem aldrei fyrr síðustu vikur. Íbúum í suðurhluta Þýskalands gekk erfiðlega að komast til vinnu í morgun vegna mikilla rigninga í nótt. Vatn flæddi um götur og torg í Frankfurt og víðar og íbúar í mestu vandræðum með að komast milli staða. Ökumenn sátu fastir í vatnselgnum. Niðurföll höfuð ekki undan sem olli því að vatn flæddi í kjallara bygginga og olli miklum skemmdum. Ástandið var ekki betra í austurhluta Hollands í nótt og í morgun. Mikið ringdi á einni klukkustund í gærkvöldi og fyrir vikið sátu ökumenn fastir í gærkvöldi og nótt og þurftu björgunarmenn að koma þeim til hjálpar. Þessi brá þá á það ráð að hlaupa heim frá bíl sínum. Erlent Fréttir Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Miklar rigningar hafa kostað rúmlega hundrað og þrjátíu mannslíf í Bangladess, Kína og Kólumbíu síðustu daga. Regntímabil stendur nú sem hæst þar. Íbúar í Mið-Evrópu þekkja ekki slík tímabil en hafa samt þurft að vaða elginn síðasta sólahring í Þýskalandi og Hollandi vegna skyndilegrar hellirigningar. Engin týndi lífi þar. Mikið hefur ringt í suður og norðvestur Kína síðustu daga sem hefur valdið flóðum og aurskriðum. Að minnsta kosti fjörutíu og átta hafa drukknað og nærri því sex hundruð þúsund manns hafa misst heimili sín. Búið er að flytja sjötíu og tvö þúsund manns frá heimilum sínum í Guangdong-héraði þar sem átján hafa drukknað og fjórir eru týndir. Flóð verða á hverju sumri í Kína vegna mikilla rigninga. Borgir eru vel varðar með flóðgörðum en öðru máli gegnir með landsbyggðina. Flóð og fellibylir urðu vel á þriðja þúsund manns að bana í Kína í fyrra. Mikið hefur rignt í Bangladess síðasta sólahring. Minnst sjötíu og níu týndu lífi, fjölmargir týndust og enn fleiri slösuðust alvarlega þegar aurskriða féll í hafnarborginni Chittagong í dag. Talið er að úrkoman þar á einni klukkustund í gær hafi mælst tuttugu sentimetrar. Óttast er að enn rigni mikið í landinu næstu daga. Í Kólumbíu hefur rigning valdið vandræðum um liðna helgi og mörg hundruð fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín þegar áin Cauca í norður hluta landsins flæddi yfir bakka sína. Regntímabilið hófst í mars og þegar mest rignir drukkna mörg þúsund manns á ári hverju og fjölmörg heimili og fyrirtæki eyðileggjast. Í Ástralíu hefur sama verið upp á teningnum. Flóð og aurskriður hafa valdið tjóni en mikið hefur ringt í austurhluta landsins. Níu týndu lífi í veðurofsanum. Fjögur þúsund íbúar í bænum Maitland, tvö hundruð kílómetrum norður af Sydney, fengu að snúa aftur heim í morgun eftir nokkura daga fjarveru. Á meðan íbúar í Kína og Kólumbíu eru vanir rigningartímabili og Ástralar vanir stífum haustrigningum er ekki hægt að tala um afmarkaða rigningartíma í Mið-Evrópu. Þar hefur ringt sem aldrei fyrr síðustu vikur. Íbúum í suðurhluta Þýskalands gekk erfiðlega að komast til vinnu í morgun vegna mikilla rigninga í nótt. Vatn flæddi um götur og torg í Frankfurt og víðar og íbúar í mestu vandræðum með að komast milli staða. Ökumenn sátu fastir í vatnselgnum. Niðurföll höfuð ekki undan sem olli því að vatn flæddi í kjallara bygginga og olli miklum skemmdum. Ástandið var ekki betra í austurhluta Hollands í nótt og í morgun. Mikið ringdi á einni klukkustund í gærkvöldi og fyrir vikið sátu ökumenn fastir í gærkvöldi og nótt og þurftu björgunarmenn að koma þeim til hjálpar. Þessi brá þá á það ráð að hlaupa heim frá bíl sínum.
Erlent Fréttir Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira