Viðskipti erlent

Sony biðst afsökunnar

Tölvuleikjaframleiðandinn Sony hefur beðist afsökunar á heldur umdeildri notkun sinni á útliti dómkirkjunnar í Manchesterborg. Í skotleiknum Resistance: Fall of Man er dómkirkjan vettvangur hvínandi byssubardaga og blóðsúthellinga. Það þótti kirkjunnar mönnum óviðunnandi.

Forsvarsmenn enska þjóðkirkjunnar íhuguðu lögsókn og kröfðust þess að leikurinn yrði tekinn af markaði. Þeir voru þó tilbúnir að falla frá kæru bærist þeim afsökunarbeiðni frá Sony.

Í bréfi frá Sony er innilega beiðist afsökunar en því haldið fram að öll leyfi hafi fengist fyrir notkun á dómkirkjunni.

Því hefur þjóðkirkjan áður neitað en þakkar þó Sony fyrir bréfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×