Viðskipti erlent

Vefurinn að fyllast

Nú gerast raddir háværari sem segja að veraldarvefur sé óðum að fyllast. Allt frá því að vefurinn varð að veruleika hafa menn velt því fyrir sér hversu miklu og lengi hann getur tekið við.

Í grein sinni á vef BBC skrifar tölvunarfræðingurinn Spencer Kelly að eftir að innreið myndskeiða inn á vefinn hófst sé ástæða til að óttast að vefurinn kunni að falla undan eigin þunga. Síðan vefsíðan Youtube kom til sögunnar hrúgast myndbönd í milljónavís inná netið daglega. Á hverjum degi berast myndskeið inná síðuna sem taka jafn mikið pláss og 75 milljarðar tölvupósta á textaformi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×