Fótbolti

Totti sáttur við sjálfan sig

Francesco Totti
Francesco Totti AFP

Francesco Totti hjá Roma var að vonum ánægður þegar hann var sæmdur gullskónum um helgina, en það eru verðlaun sem veitt eru markaskorara ársins í Evrópuknattspyrnunni. Totti gleymdi ekki að þakka sjálfum sér þegar hann var spurður út í heiðurinn.

Hinn þrítugi Totti átti frábært ár þar sem hann var í heimsmeistaraliði Ítala á HM í Þýskalandi, vann ítalska bikarinn með Roma og varð markakóngur á Ítalíu með 26 mörk. Hann skoraði marki meira en Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid og það hjálpaði Totti óneitanlega þegar Nistelrooy fór meiddur af velli í síðasta leik Real um helgina og náði ekki að skora. Gullskórinn er afhentur þeim leikmanni sem rakar inn flestum stigum fyrir markaskorun í Evrópu - en þá er tekið mið af fjölda marka og styrk deildarinnar sem viðkomandi leikur í.

"Fyrir einu ári voru allir að afskrifa mig og segja að ég væri búinn - og sögðu að ég væri bara í landsliðinu af gömlum vana. Þessi gagnrýni færði mér heppni og nú er ég sigurvegari á HM, í ítalska bikarnum og er með gullskóinn. Það sem meira er - vann ég gullskóinn 17. júní - nákvæmlega sex árum eftir að ég varð fyrst meistari með Roma," sagði Totti og bætti því við að hann vorkenndi Ruud Van Nistelrooy sem ætti skilið virðingu sína fyrir að gera atlögu að skónum allt til enda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×