Viðskipti erlent

Google þýðir YouTube á níu tungumál

Aðstandendur YouTube, sem er vinsælasta myndskeiðavefsíða í heimi, hafa tilkynnt að síðan verði þýdd á níu tungumál.

Chad Hurley og Steve Chen, sem stofnuðu saman YouTube, sem var selt Google fyrir tæplega 103 milljarða króna, segja að nýju vefsíðurnar muni á endanum vera með vinsælt staðbundið efni.

Hingað til hefur verið hægt að skrifa inn á síðuna á hvaða tungumáli sem er. Hinsvegar hafa allar valmyndir og stjórnkerfi verið á ensku. Einnig hefur amerískur smekkur verið allsráðandi á síðunni.

Nýju síðurnar verða: Brasilía (http://www.youtube.com.br), Bretland (http://youtube.co.uk), Frakkland (youtube.fr), Írland (youtube.ie), Ítalía (http://it.youtube.com), Japan (youtube.jp), Holland (youtube.nl), Pólland (youtube.pl) og Spánn (youtube.es).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×