Rob Portman, fjármálastjóri Hvíta hússins, hefur sagt af sér og hefur Bush Bandaríkjaforseti skipað Jim Nussle, fyrrum þingmann Iowa, í hans stað.
Portman hefur gengt starfinu frá því í fyrra en talið er líklegt að hann muni sækjast eftir útnefningu Repúblikanaflokksins til embættis ríkisstjóra í Ohio árið 2010. Demókrötum þykir brotthvarf Portmans miður en hann var einn af fáum Repúblikönum sem gat unnið með Demókrötum.
Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta útnefningu Nussle's