Hunter með fjórðung í Dobbies 21. júní 2007 11:20 Sir Tom Hunter, sem fer með fjórðung hlutabréfa í skosku garðvörukeðjunni Dobbies. Skoski auðjöfurinn sir Tom Hunter hefur blásið til sóknar gegn yfirtökutilboði bresku verslanakeðjunnar Tesco í skosku garðvörukeðjuna Dobbies. Hunter er mótfallinn yfirtökutilboðinu og hefur aukið hratt við hlut sinn í keðjunni. Í gær tryggði hann sér fjórðung hlutabréfa í henni. Hunter átti um 10 prósenta hlut í Dobbies þegar Tesco lagði fram yfirtökutilboð upp á tæpa 156 milljónir punda, jafnvirði 19,7 milljarða íslenskra króna, í Dobbies um miðjan mánuðinn. Hann tók hlutinn upp í rúm 20 prósent í síðustu viku en nældi sér í 25,57 prósent hlutabréfa í henni í gær. Kaupþing í Bretlandi er bakhjarl Hunter í fjárfestingunum í Bretlandi en fjölmilar þar í landi hafa síðustu vikuna ýjað að því að Baugur og fleiri fjárfestar sem hafi keypt með honum tvær aðrar garðvörukeðjur auk annarra viðskipta muni koma að yfirtökutilboði í Dobbies fari hann gegn Tesco. Hunter hefur hins vegar ekki lagt fram formlegt tilboði í garðvörukeðjuna enn sem komið er. Tilboð Tesco hljóðar upp á 15 pund á hlut, sem var 23 prósentum yfir markaðsgengi bréfa í garðvörukeðjunni þegar tilboðið var lagt fram um miðjan mánuðinn. Hunter, sem höndlar í gegnum fjárfestingafélag sitt West Coast Capital, greiddi hins vegar 18,45 pund fyrir hlutinn í gær. Breska blaðið Guardian segir í dag að þegar hluthafar sjái hvað Hunter er tilbúinn til að greiða fyrir bréf í garðvörukeðjunni sé ólíklegt að þeir taki tilboði Tesco. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Skoski auðjöfurinn sir Tom Hunter hefur blásið til sóknar gegn yfirtökutilboði bresku verslanakeðjunnar Tesco í skosku garðvörukeðjuna Dobbies. Hunter er mótfallinn yfirtökutilboðinu og hefur aukið hratt við hlut sinn í keðjunni. Í gær tryggði hann sér fjórðung hlutabréfa í henni. Hunter átti um 10 prósenta hlut í Dobbies þegar Tesco lagði fram yfirtökutilboð upp á tæpa 156 milljónir punda, jafnvirði 19,7 milljarða íslenskra króna, í Dobbies um miðjan mánuðinn. Hann tók hlutinn upp í rúm 20 prósent í síðustu viku en nældi sér í 25,57 prósent hlutabréfa í henni í gær. Kaupþing í Bretlandi er bakhjarl Hunter í fjárfestingunum í Bretlandi en fjölmilar þar í landi hafa síðustu vikuna ýjað að því að Baugur og fleiri fjárfestar sem hafi keypt með honum tvær aðrar garðvörukeðjur auk annarra viðskipta muni koma að yfirtökutilboði í Dobbies fari hann gegn Tesco. Hunter hefur hins vegar ekki lagt fram formlegt tilboði í garðvörukeðjuna enn sem komið er. Tilboð Tesco hljóðar upp á 15 pund á hlut, sem var 23 prósentum yfir markaðsgengi bréfa í garðvörukeðjunni þegar tilboðið var lagt fram um miðjan mánuðinn. Hunter, sem höndlar í gegnum fjárfestingafélag sitt West Coast Capital, greiddi hins vegar 18,45 pund fyrir hlutinn í gær. Breska blaðið Guardian segir í dag að þegar hluthafar sjái hvað Hunter er tilbúinn til að greiða fyrir bréf í garðvörukeðjunni sé ólíklegt að þeir taki tilboði Tesco.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira