Innlent

Flóamenn sýndu fálæti

Flóamenn sýndu tillögum Landsvirkjunar um mótvægisaðgerðir vegna Urriðafossvirkjunar fálæti á fjölmennum borgarafundi í Flóahreppi í gærkvöldi. Hreppsnefnd Flóahrepps samþykkti í vor að mæla ekki með Urriðafossvirkjun á aðalskipulagi, vegna þess að ekki væri nægilegur ávinningur fyrir sveitarfélagið af henni.

Eftir fund með Landsvirkjun féllst sveitarstjórnin á að kynna tillögur fyrirtækisins að mótvægisaðgerðum, sem margir fundarmenn sögðu að hvort eð er væru á höndum hins opinbera að framkvæma, eins og til dæmis vegabætur og aðveitumál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×