Innlent

Ekkert samkomulag um Eyjaferðir

Ekkert samkomulag hefur enn náðst um tuttugu aukaferðir Herjólfs á milli lands og Eyja í sumar sem samgönguráðherra gaf fyrirheit um í vor. Vegagerðin, fyrir hönd ríkisins og Eimskips, sem sér um rekstur ferjunnar, koma sér ekki saman um aukagreiðslur vegna ferðanna.

Ráðherra fól Vegagerðinni enn á ný í gær að leita samninga við Eimskip en bæjarstjóri Vestmannaeyja segir að staðan sé orðin sú að heimamenn geti átt í erfiðleikum að fá far fyrirvaralaust með ferjunni vegna mikilla bókana í skipið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×