Viðskipti erlent

Stendur iPhone undir væntingum?

Um símann hafa verið ritaðar 11.000 þúsund blaðagreinar, 69 milljón sinnum hefur nafnið verið sett í leitarvélar Google og bloggarar kalla hann Jesú símann. Enginn hefur enn snert þetta litla kraftaverkatæki sem kallað er iPhone.

David Pogue greinarhöfundur hjá New York Times tekur út nýja iPhone símann í stórri grein sem hann skrifar á vefsíðu blaðsins.

Hann segir að mikið af æðinu sem gripið hefur menn megi réttlæta og einnig eigi sumar gagnrýnisraddir rétt á sér. Síminn er byltingakenndur, hann hefur sína galla, hann er flottur, hann gerir hluti sem enginn annar sími getur framkvæmt, samt vantar aðgerðir sem prýða einföldustu síma.

Lesið úttekt Davids Pogues hér.

Sala á iPhone hefst 29. júni í Bandaríkjunum. Síminn mun einnig verða fáanlegur í Evrópu og Japan en engar dagsetningar hafa verið tilkynntar fyrir þau svæði.

iPhone símtæki með fjögurra gígabæta minni mun kosta 500 dollara og átta gígabæta minni mun kosta 600 dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×