Viðskipti erlent

Bandaríkjamenn kaupa nýja ofurtölvu

Hér má sjá 16 raðir af forveranum Blue Gene /L.
Hér má sjá 16 raðir af forveranum Blue Gene /L.

Tölvurisinn IBM hefur gefið út nýja ofurtölvu sem ber nafnið Blue Gene /P. Hún er þrisvar sinnum öflugri en forverinn Blue Gene /L. Ríkisstjórn bandaríkjanna hefur fest kaup á fyrsta eintakinu.

Vélin er um það bil 100.000 sinnum hraðvirkari en nýjustu heimilistölvurnar. Fyrsta vélin fer til Illinois seinna á árinu þar sem hún verður hún sett upp fyrir orkumálastofnun Bandaríkjanna.

Tvær aðrar fara á bandarískar rannsóknarstofur og sú fjórða var keypt af tækni og vísindaráði Bretlands.

Það er fréttavefur BBC sem segir frá þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×